Við seljum örugglega

Hverjar eru okkar áherslur?

Framúrskarandi þjónusta

Hjá Nýhöfn leggjum við okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu sem skilar sér í ánægðari viðskiptavinum.

 

Faglegt vinnuferli

Vönduð vinnubrögð skipta okkur miklu máli enda eykur það líkur á ánægjulegum viðskiptum, bæði kaupanda og seljanda.

 

Söluskoðun fasteigna

Frí söluskoðun. Við hjá Nýhöfn látum óháða fagmenn Frumherja söluskoða allar íbúðareignir okkar.

Þannig lágmörkum við óvæntar uppákomur eftir söluna.

Fasteignasala með athyglisverðar nýjungar

Nýhöfn leggur áherslu á að þjóna sínum viðskiptavinum vel en auk hefðbundinna leiða kynnum við nokkrar nýjungar sem við teljum að eigi eftir að gagnast viðskiptavinum okkar. Þetta eru m.a.

Frí söluskoðun Frumherja.
Hraðvirk sjálfvirk svörun allra fyrirspurna.
Nýtt, vandað og ítarlegt söluyfirlit eigna.
Grunnteikningar útbúnar af eignum.

Hafðu endilega samband og láttu okkur aðstoða þig með fasteignaviðskiptin.

Að kaupa fasteign – Hvernig virkar þetta?

Farðu í greiðslumat.

Það fyrsta sem þú gerir er að fá greiðslumat hjá viðskiptabankanum þínum. Þá veistu hvar þú stendur og hvað þú ræður við að kaupa. Allir bankarnir bjóða upp á þessa þjónustu.

Leitaðu að draumaeigninni.

Með greiðslumatið í höndunum getur þú farið á fullt í það verkefni að finna húsnæði sem þér hentar. Skráning á fasteignasíður vefmiðlana sparar þér tíma í þeirri leit.

Gerðu kauptilboð

Gerðu kauptilboð á grundvelli greiðslumatsins. Annaðhvort tekur seljandinn tilboðinu eða kemur með gagntilboð. Þú getur farið að skipuleggja innflutningspartíið.